chili con carne réttur

Þessi uppskrift er innblásin af rétt sem mamma mín gerir svo oft. Það þarf aðeins 5 innihalds efni og tekur undir 30 míntur að græja hann. Ég notaði tilbúið Chili Con Carne frá Matlifun en það einfaldar mikið að eiga til tilbúinn grunn og geta svo gert hann að sínum eigin með nokkrum auka hráefnum.

Vörurnar frá Matlifun fást í Hagkaup.

Mæli með að þið prófið við tækifæri!

Uppskriftin er unnin í samstarfi við Matlifun

chili con carne

/ uppskriftin er unnin í samstarfi við Matlifun
Skammtar 3 fullorðnir
Undirbúningur 10 minutes
Eldunartími 8 minutes
Heildartími 18 minutes

Hráefni

 • 1 krukka Chili Con Carne frá Matlifun
 • 1 msk uppáhalds mexíkóska kryddið þitt
 • 3-4 tortillur
 • rjómaostur með svörtum pipar
 • rifinn ostur
 • kóríander má sleppa

Aðferð

 • Byrjið á því að hita ofninn – 220 gráður (undir og yfir hiti)
 • Setjið smá olíu á pönnu (sniðugt að nota pönnu sem má fara inn í ofn) og hellið innihaldinu úr krukkunni á pönnuna
 • Kryddið með mexíkósku kryddi
 • Smyrjið tortillurnar með rjómaosti með svörtum pipar, lokið þeim og skerið til helminga
 • Þegar blandan er orðin heit, hellið yfir í eldfast mót (ef þú ert að nota pönnu sem má fara inn í ofn er það óþarfi og notaðu pönnuna sem eldfast mót), raðið tortillunum ofaná og rifna ostinn yfir
 • Setjið inn í ofn í um 10-12 mínútur eða þar til osturinn er orðinn gylltur
 • Berið fram með hrísgrjónum og sýrðum rjóma – mjög gott að hafa kóríander líka!
 • NJÓTIÐ

Ráð

Fullkomin stærð fyrir tvo fullorðna og tvö börn 🙂
Course: aðalréttur
Cuisine: mexíkóskt
Keyword: chili con carne, fljótlegt, matlifun

Leave a Reply

Close
© 2021 tinnath
Close