Tómat og geitaosta pasta

Ég uppgötvaði nýlega geitaost. Ég var alltaf búin að ákveða að mér myndi ekki finnast hann góður þar mér finnst gráðostur ekki góður, en komst svo auðvitað að því að þetta eru gjör ólíkir ostar. Geitaostar geta verið mis bragðmiklir en ég persónulega elska mjúka geitaosta sem eru með áferð eins og rjómaostur. Ég ákvað því að prófa að nota hann í pastarétt og það heppnaðist ótrúlega vel.

Ég notaði ítalska pastakryddið og chilliflögurnar frá Pottagöldrum. Pasta kryddið passði svo vel í þennan rétt og ég bætti síðan smá chilliflögum fyrir hita en það má alveg sleppa því 🙂

Færslan er unnin í samstarfi við Pottagaldra

Tómat og geitaosta pasta

/ færslan er unnin í samstarfi við Pottagaldra
Heildartími 25 minutes

Hráefni

 • 250 g penne pasta
 • 1 msk ólífu olía
 • 1/2 laukur
 • 2 pressaðir hvítlauksgeirar
 • 425 g maukaðir tómatar
 • 1 tsk ítalskt pastakrydd frá Pottagölrum
 • 1/4 tsk chilliflögur frá Pottagöldrum
 • 2 msk mjúkur geitaostur
 • 1 msk fersk smátt söxuð basilika
 • salt & pipar eftir smekk

Aðferð

 • Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum
 • Smátt saxið laukinn, pressið hvítlaukinn og steikið í smá stund upp úr olíu á pönnu
 • Þegar laukurinn er orðinn mjúkur, bætið maukuðu tómötunum út á pönnuna ásamt ítalska pastakryddinu og chilliflögunum. Lækkið hitann og leyfið að malla í 10 mín
 • Setjið geitaostinn og basiliku út í sósuna og hrærið þar til geitaosturinn hefur bráðnað alveg
 • Takið af hitanum og hellið pastanu út á og hrærið allt vel saman
 • Berið fram með ferskri basiliku og jafnvel parmesan ef þið eigið hann til – alls ekki nauðsynlegt
Course: aðalréttur, hádegismatur, meatless monday
Cuisine: ítalskt
Keyword: auðvelt, geitaostur, pasta, pottagaldrar

Leave a Reply

Close
© 2021 tinnath
Close