Kebab vefja með kjúkling og heimagerðri jógúrtsósu

Það er ekki langt síðan ég smakkaði kebab í fyrsta skipti. Ég var ekkert mjög nýjunga gjörn og smakkaði helst ekkert nýtt. Síðan þá hef ég verið að prófa mig áfram með allskonar kebab vefjur og jógúrtsósur. Þessi uppskrift varð til í eldhúsinu mínu um daginn og kom ótrúlega vel út. Ég elska að leyfa kjúklingnum að marinerast í góðan tíma en það er hægt að elda hann strax líka og tekur þessi uppskrift þá aðeins um það bil 30 mínútur að útbúa.

Í uppskriftina notaði ég Kebab kryddið frá Pottagöldum en það er ein af mínum uppáhalds kryddblöndum frá þeim. Þið skiljið það þegar þið finnið lyktina, hún er svo góð!

Færslan er unnin í samstarfi við Pottagaldra

Kebab vefja með kjúkling og heimagerðri jógúrtsósu

/ færslan er unnin í samstarfi við Pottagaldra
Skammtar 4 vefjur
Heildartími 30 minutes

Hráefni

Kjúklingur

 • 500 g kjúklingur ég notaði úrbeinuð kjúklingalæri
 • 2 pressaðir hvítlauksgeirar
 • 1 dl hreint jógúrt
 • 1 msk ólífu olía
 • 1 msk tómat paste
 • 1/3 sítróna – börkur og safi
 • 1 msk Kebab krydd frá Pottagöldrum

Jógúrtsósa

 • 2 dl grískt jógúrt
 • 1 gúrka miðjan tekin frá
 • 1 pressaður hvítlauksgeiri
 • 1/3 sítróna – safi og börkur
 • 1 msk fersk mynta
 • 1/4 tsk Dill frá Pottagöldrum
 • 1/2 tsk flögusalt
 • 1/4 tsk svartur pipar

Vefja

 • 4 stórar tortillur
 • salatblöð
 • 200 g kirsuberjatómatar skornir í 4 bita
 • 1/4 rauðlaukur
 • sriracha sósa eftir smekk

Aðferð

 • Setjið kjúklinginn í skál ásamt öllum hráefnunum sem eiga að fara með honum. Ef þið hafið tíma, er mjög gott að leyfa þessu að marinerast í góðan tíma. Ég setti kjúklinginn í marineringu kvöldið áður til þess að flýta fyrir en má líka elda strax.
 • Blandið öllu saman í jógúrt sósuna.
 • Steikið kjúklinginn á pönnu eða grillið.
 • Þegar kjúklingurinn er orðinn eldaður í gegn, takið af hitanum og skerið í litla bita.
 • Smyrjið vefjurnar með jógúrtsósunni og setjið kál, tómata, rauðlauk, kjúklinginn og sriracha sósu.
 • Lokið vefjunni og steikið á sömu heitu pönnunni og þið steiktuð kjúklinginn á. Nokkrar sek á hverri hlið þar til vefjan fer aðeins að brúnast.
 • Gott að bera fram með góðum frönskum 🙂

Ráð

Ef þið viljið kjúklinginn aðeins sterkari mæli ég með að bæta við 1/4 tsk cayenna pipar frá Pottagöldrum í marinerninguna. 
Ef þið viljið ekki sterkt, t.d. til að gefa börnum þá mæli ég samt með að hafa einhverja aðra sósu á móti jógúrt sósunni í staðinn fyrir sriracha – eins og t.d. salsa sósa. 
Course: aðalréttur, kvöldmatur
Cuisine: Mediterranean
Keyword: jógúrtsósa, kebab, kjúklingur, vefja

Leave a Reply

Close
© 2021 tinnath
Close