Grænmetis burrito með nýrnabaunum

Þau sem hafa fylgt mér á instagram í einhvern tíma, vita að ég er oftast með kjötlausa mánudaga eða “meatless monday”. Mig langaði að deila með ykkur þessari uppskrift af grænmetisburrito með nýrnabaunum. Sniðugt sem kvöldmatur, hádegismatur, meal prepp eða bara hvað sem er. Sjá hugmyndir hvernig hægt er að geyma þessar burrito fyrir meal prepp neðst í uppskriftinni 🙂

Ég notaði tilbúnar nýrnabaunir frá Odd Pods í þessa uppskrift en þar sem baunirnar eru ekki búnar að liggja í vökva halda þær næringarefnunum betur og innihalda engin aukaefni. Þær fást í Nettó.

Færslan er unnin í samstarfi við Danól

Grænmetis burrito með nýrnabaunum

/ færslan er unnin í samstarfi með Danól
Skammtar 2 manns
Undirbúningur 5 minutes
Eldunartími 20 minutes
Heildartími 25 minutes

Hráefni

 • 1 msk steikingarolía
 • 1 kúrbítur
 • 1 paprika
 • 1/2 rauðlaukur
 • 200 g Odd Pods nýrnabaunir
 • 1 tsk malaður chili
 • 1 tsk cumin
 • 1/2 tsk hvítlauksduft
 • 1/2 tsk papriku krydd
 • 1/4 tsk salt
 • 1/4 tsk pipar
 • 1 msk sriracha sósa eða önnur sterk sósa
 • 4 stórar tortillur ég miða við 2 á mann
 • rifinn ostur magn eftir smekk
 • 1 avocado
 • sýrður rjómi

Aðferð

 • Hitið olíu á pönnu og skerið niður kúrbít, papriku og rauðlauk
 • Steikið grænmetið þar til það er orðið frekar mjúkt – 5 mín sirka
 • Bætið kryddunum, heitu sósunni og Odd Pods nýrnabaununum út á pönnuna og leyfið að verða að ágætri kássu – 10 mín sirka. Setjið í skál en ekki þrífa pönnuna, notið sömu pönnu til að steikja burritoið á eftir.
 • Setjið ost í miðjuna á tortillunni og 3 msk af grænmetisblöndunni, rúllið upp í þétt burrito.
 • Steikið burritoið á pönnunni í nokkrar sek á hverri hlið þar til hún fer að brúnast
 • Berið fram með sýrðum rjóma og avocado.

Ráð

VEGAN : skiptið út ostinum og sýrða rjómanum fyrir vegan útgáfu
 
Sniðugt í meal prep – fylgið öllum skrefunum nema að steikja burritoið á pönnu. Setjið burritoið í álpappír eða bökunarpappír og geymið í kæli (hægt að geyma í frysti líka ef þú ert að meal preppa lengra fram í tímann). Svo einfaldlega hitið þið burritoið þegar þið ætlið að borða það, hvort sem það er í örbylgju, grilli eða á pönnu. 
Course: aðalréttur, hádegismatur
Keyword: burrito, danól, grænmetisréttur, samstarf

Leave a Reply

Close
© 2021 tinnath
Close