Partý rúllur

Alltaf þegar ég held veislu eða einhver í kringum mig heldur veislu, er ég beðin um að gera þessar rúllur. Ég fékk uppskriftina frá frænku vinkonu minnar fyrir 18 ára afmælið mitt og hefur þetta verið í hverri einustu veislu sem ég hef haldið síðan. Sama hversu stóra uppskrift ég geri, þetta klárast alltaf. Ég mæli með að prófa að gera þetta fyrir næstu veislu sem þú heldur!

Mér finnst best að gera þær daginn fyrir veislu, þær verða mýkri og bragðmeiri að mínu mati þegar þetta er búið að liggja saman. Ekki skemmir hvað það tekur mikið álag af ef maður er að græja mikið fyrir veisluna að eiga þetta tilbúið inni í ísskáp.

Partý rúllur

Heildartími 30 minutes

Hráefni

  • 400 g rjómaostur
  • 1 dós 18% sýrður rjómi
  • 1 túba grænmetissósa frá E.Finnsson
  • 460 g maribo ostur eða cheddar ostur
  • 1 blaðlaukur eða 3-4 vorlaukar
  • 12 stórar tortillur

Aðferð

  • Blandið saman í skál rjómaostinum, sýrða rjómanum og grænmetissósunni
  • Rífið niður ostinn í matvinnsluvél eða rifjárni
  • Saxið blaðlaukinn smátt
  • Blandið blaðlauknum og ostinum saman við blönduna
  • Setjið blönduna á tortillu rúllur, rúllið þeim upp og plastið þétt og beyuð í kæli þar til þið berið þær fram
  • Mér finnst best að láta þær bíða yfir nótt áður en ég ber þær fram en auðvitað hægt að bera þær strax fram
  • Skerið endana frá og raðið á disk
Course: smáréttur, veisla
Keyword: auðvelt

Leave a Reply

Close
© 2021 tinnath
Close