Mig langar að segja að áhugi minn á matargerð kom út frá taco. Ástæðan fyrir því er að það er svo ótrulega auðvelt að gera það sjálfur og endalausir möguleikar. Ég elska að prófa mig áfram með allskonar útgáfur, hvort sem það eru kjöt eða grænmetis taco, allskonar salsa, sósur, heimagerðar tortillur, prófa ný krydd eða hvað sem er. Þetta er eitthvað sem er svo auðvelt og gaman að bjóða uppá þar sem það finnst flestum þetta góður matur og auðvelt að aðsníða hverjum og einum.
Í þetta skiptið ákvað ég að gera rækju taco en það er eitt af mínu uppáhalds. Ég bjó til smá krydd blöndu sjálf úr hreinu kryddunum frá Pottagöldrum ásamt ferskum hvítlauk. Kryddin sem ég notaði eru öll í hreinu kryddblöndu línunni en þau er saltlaus – þú þekkir það á græna miðanum 🙂



Hvítlauks og lime rækju taco með fersku salsa
Hráefni
Hvítlauks og lime rækjur
- 18 stk risa rækjur ég miða við 3 rækjur á taco
- 4 hvítlauksrif
- 1/2 lime safi og börkur
- 1 tsk papriku krydd frá Pottagöldrum
- 1/2 tsk cumin frá Pottagöldrum
- 1/2 tsk hvítlauksduft frá Pottagöldrum
- 1/2 tsk kóríanderlauf frá Pottagöldrum
- 1/4 tsk salt
- 1/4 tsk pipar
- 1/8 tsk cayenna pipar frá Pottagöldrum
- 1 msk ólífu olía
Ferskt salsa
- 1 mangó
- 1 miðlungs avocado
- 1/4 rauðlaukur
- 1/2 dl ferskur kóríander
Sósa
- 2 msk sýrður rjómi
- 2 msk majónes
- 1/2 tsk hvítlauksduft frá Pottagöldrum
- 1/2 tsk laukduft frá Pottagöldrum
- 1/4 tsk cumin frá Pottagöldrum
Annað
- 6 litlar tortillur ég miða við 3 á mann
- hreinn fetaostur
- sterk sósa ég notaði sriracha mayo
- lime til að kreista yfir
Aðferð
Hvítlauks og lime rækjur
- Setjið rækjurnar í skál og blandið saman við kryddin, hvítlaukinn, olíuna og limeið
- Leyfið að marinerast á meðan þið græjið salsað og sósuna
- Steikið rækjurnar svo á pönnu
Ferskt salsa
- Skerið mangó og avocado í litla teninga
- Saxið rauðlaukinn og kóríanderinn smátt
- Blandið öllu saman í skál
Sósa
- Blandið öllu saman í skál
Loka skref
- Stappið fetaost
- Brjótið litlar tacos til helminga og steikið upp úr smá olíu
- Setjið svo á tacoið sósuna, ferska salsað, rækjurnar, stappaða fetaostinn og sriracha mayones eða aðra sterka sósu