Ef þú ert á Tik Tok þá hefur þú alveg pottþétt heyrt um fræga fetaosta pastað! Pastaréttinn sem átti að hafa verið svo vinsæll í Finnlandi að fetaosturinn seldist upp. Ég, ásamt mörgum öðrum, urðum að prófa þessa uppskrift og ef ég á að vera alveg hreinskilin þá hugsaði ég um lítið annað þangað til að ég prófaði að gera þetta sjálf. Þetta er svo ótrúlega auðvelt og ekki skrýtið að þetta sé svona vinsælt þar sem þetta er ótrúlega gott líka. Ég ætla því að deilda minni útgáfu af þessum rétt með ykkur og vona að þið prófið hann ef þið hafið ekki nú þegar gert það!

Tik Tok Pasta

Mín útgáfa af vinsæla Tik Tok pastanu
Skammtar 4 manns
Undirbúningur 5 minutes
Eldunartími 40 minutes
Heildartími 45 minutes

Hráefni

 • 300 g kirsuberjatómatar
 • 2-3 hvítlauksgeirar
 • ólífu olía magn eftir smekk
 • salt, pipar, oregano og chili flögur magn eftir smekk
 • 1 fetakubbur eða 2 krukkur fetaostur í olíu (olían síuð frá)
 • basilika magn eftir smekk
 • 500 g pastaskrúfur
 • prima donna eða parmesan ostur

Aðferð

 • Skolið tómatana og setjið þá í eldfast mót ásamt hvítlauknum.
 • Hellið nóg af ólífu olíu yfir og kryddið. Notið hendurnar til þess að nudda öllu vel saman.
 • Gerið pláss í miðjunni fyrir ostinn, kryddið hann svo með aðeins meira af oregano og setjið meiri ólífu olíu á hann.
 • Setjið þetta inn í ofn við 180 gráður í 40 mínútur.
 • Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á meðan.
 • Þegar tíminn er liðinn, takið tómatana og ostinn út. Stappið tómötunum og ostinum vel saman með gaffli svo að það verði að nokkurskonar sósu.
 • Bætið eldaða pastanu út í eldfasta mótið ásamt ferskri basiliku og blandið öllu vel saman.
 • Berið fram með prima donna osti eða parmesan osti.
Course: aðalréttur, hádegismatur, kvöldmatur
Keyword: auðvelt, fljótlegt, pasta

ef þú prófar þessa uppskrift máttu endilega deila því með mér með því að senda mér mynd á instagram eða jafnvel tagga mig í story @tinnath

Join the Conversation

Leave a Reply

Close
© 2021 tinnath
Close