Auðveldasta heimabakaða brauðið

Í fyrstu bylgju covid vorum við mikið uppi í bústað með mömmu og pabba. Mamma bakaði þetta brauð nánast hverja einustu helgi og kom mér á óvart hversu auðvelt það var að baka það. Engin hrærivél og ekkert hnoð. Draumur fyrir þá sem eru byrjendur í brauðbakstri. Mér fannst þó skipta mestu máli hvaða krydd er notað ofaná brauðið og tel ég mig hafa fullkomnað þessa uppskrift þegar Sesamgaldur frá Pottagöldrum kom í sölu.

Þegar ég var flugfreyja uppgötvaði ég svokallað beyglukrydd en eflaust margir sem hafa séð svoleiðis krydd á Tik Tok. Ég hoppaði hæð mína af gleði þegar ég komst að því að íslenska krydd fyrirtækið Pottagaldrar væri byrjað að selja krydd í líklingu við það sem ég hafði verið að kaupa úti og heitir það Sesamgaldur. Ég held ég sé búin að klára 3 svona stauka enda er þetta mikið notað á mínu heimili, ég nota þetta gjörsamlega á allt – með eggjunum, á avocado brauðið, heimagerðar beyglur, brauð og bara nánast allt sem ég get komið þessu á.

Færslan er unnin í samstarfi við Pottagaldra

Auðveldasta heimabakaða brauðið

/ færslan er unnin í samstarfi við Pottagaldra
Undirbúningur 10 minutes
Eldunartími 40 minutes
Hefun 1 hour
Heildartími 1 hour 50 minutes

Búnaður

 • Steypujárnspottur

Hráefni

 • 1 tsk þurrger
 • 1/2 l volgt vatn
 • 600 g hveiti
 • 1 msk salt
 • Sesamgaldur frá Pottagöldrum

Aðferð

 • Blandið saman volgu vatni og þurrgeri. Leyfið að standa í 5 mínútur.
 • Í stóra skál, blandið saman hveiti og salti.
 • Bætið þurrgersblöndunni út í skálina og hrærið vel með sleif.
 • Setjið hreint viskastykki yfir skálina og leyfið að hefast í klukkustund.
 • Þegar deigið er búið að hefast í 30 mínútur, stillið ofninn á 250 gráður og setjið tóman pottinn inn með lokinu á.
 • Þegar deigið er búið að hefast, takið pottinn úr ofninum og setjið deigið ofaní pottinn.
 • Setjið vel af Sesamgaldri frá Pottagöldrum yfir allt brauðið.
 • Setjið pottinn inn í ofninn með lokinu á í 35 mínútur.
 • Þegar 35 mínútur eru liðnar, takið lokið af og leyfið að bakast í 5 mínútur í viðbót.
 • Hellið brauðinu úr pottinum á bökunargrind og leyfið að kólna.
 • Njótið með ykkar uppáhalds áleggjum.
Course: hádegismatur, morgunmatur
Keyword: auðvelt, bakstur, brauð

ef þú prófar þessa uppskrift máttu endilega deila því með mér með því að senda mér mynd á instagram eða jafnvel tagga mig í story @tinnath

Leave a Reply

Close
© 2021 tinnath
Close