Færslan er unnin í samstarfi við Krónuna
Ég hef alltaf verið á þeirri skoðun að kökudeig sé betra en bakaðar smákökur – þangað til núna. Þessar smákökur eru fullkominn millivegur á kökudeigi og smákökum. Stökkar á endunum og mjúkar fyrir miðju.
Tiktok er alltaf að sýna manni nýjar vörur og eitt af því sem ég hafði ekki smakkað áður er Biscoff spread. Þetta er krem með kanilkex bragði – áferðin svipuð og súkkulaðismjör. Ég ELSKA þetta. Ég byrjaði að koma með þetta heim með mér úr stoppum í Ameríku en núna loksins er þetta fáanlegt hérna heima í Krónunni.
Mitt uppáhald er að bæta þessu út á overnight oats eða jafnvel bara ein teskeið út í vanilluskyr og þú ert komin með skyrkökubragð – sem er btw uppáhalds kakan mín.

EN aftur að kökunum – þá mæli ég svo mikið með að prófa þessar kökur við fyrsta tækifæri. Uppskriftin gerir 24 kökur en ég er með smá ráð hérna neðst í uppskriftinni fyrir þá sem eru eins og ég og vilja ekki baka allt í einu.
Ýttu HÉR til þess að sjá myndbandið sem ég setti á TikTok með aðferðinni

smákökur með hvítu súkkulaði og biscoff spread
Hráefni
- 100 g brætt smjör
- 150 g ljós púðursykur
- 100 g sykur
- 1 egg
- 1 tsk vanillu dropar
- 100 g biscoff spread
- 180 g hveiti
- 1 tsk salt
- 1/2 tsk matarsódi
- 170 g hvítt súkkulaði
Aðferð
- Hitið ofninn – 160 gráður blástur
- Bræðið smjörið við vægan hita
- Þeytið saman smjör, ljósan púðursykur og sykur
- Bætið við eggi og vanilludropum
- Bætið við Biscoff spread
- Næst notið þið sigti og setjið hveiti, salt og matarsóda í gegnum sigtið og ofaní blönduna. Blandið svo varlega með sleikju.
- Skerið niður hvítt súkkulaði (ef þú ert að nota súkkulaði plötu) í grófa bita og blandið saman við deigið með sleikju
- Rúllið deiginu upp í kúlur og bakið í ofni í 10-12 mínútur (mismunandi eftir ofnum – ég var með mínar í 12 en hann er oftast lengur en aðrir)
- Takið kökurnar úr ofninum og setjið á bökunargrind svo þær geti kólnað almennilega