Ég er ekkert alltof mikil köku manneskja. Ef ég fer í veislu er ég mikið meira í heitu réttunum, ostasalötum, kexi og svoleiðis mat. Hinsvegar er það annað mál með skyrkökur – ég gjörsamlega elska þær. Það eru mínar uppáhalds kökur, nánast sama hvernig – þær eru allar góðar!
Ég ákvað að prófa að nota Nóa Kropp í botninn á skyrkökunni minni og vá – það var svo gott. Þetta er eitthvað sem þú þarft að prufa fyrir næstu veislu eða föstudagskaffi. Ég toppaði svo kökuna með því að búa til karamellusósu úr rjómakúlunum frá Nóa Síríus, hún er góð með öllum rjómakökum!




Skyrkaka með Nóa Kropps botni
/ færslan er unnin í samstarfi með Nóa Síríus
Hráefni
Botn
- 2 pakkar Nóa Kropp (400g samtals)
- 80 g smjör
Fylling
- 500 g vanillu skyr
- 250 g rjómi
- 2 msk flórsykur
- 1 tsk vanillusykur
Toppur
- 1 pakki rjómakúlur frá Nóa Síríus (150g)
- 3 msk rjómi
- jarðaber
Aðferð
- Setjið Nóa Kroppið í matvinnsluvél – ekki mylja það alveg niður í duft, gott að hafa það smá chunky
- Bræðið smjör og blandið saman við Nóa Kroppið
- Þrýstið Nóa Kropps blöndunni í ílát að eigin vali. Ég notaði 29 cm kökuform. Setjið inn í kæli á meðan þið útbúið fyllinguna.
- Stífþeytið rjóma
- Blandið skyrinu, flórsykrinum og vanillusykrinum saman við varlega með sleikju.
- Setjið ofaná Nóa Kropps mulninginn og setjið kökuna aftur inn í kæli.
- Bræðið rjómakúlurnar og rjóma í potti til að búa til karamellu sósu
- Skerið jarðaberin eins og þið viðjið hafa þau og skreytið kökuna
- Hellið karamellusósunni yfir alla kökuna
Ráð
Mæli með að reyna að bíða eins lengi með það að búa til og hella karamellusósunni yfir kökuna. Ef það er hægt – þá bara rétt áður en þið berið kökuna fram.